Bláa ljósið

Í ævintýrinu um Bláa ljósið segir frá hermanni sem leystur er undan herskyldu sinni við konunginn, slippur og snauður. Á vegi hermannsins verður kona sem aðstoðar hann og gefur honum að borða. Konan reynist vera norn í dulargervi sem krefst þjónustu hermannsins að launum. Eitt af verkefnum hermannsins í þjónustu nornarinnar er að fara niður brunn og sækja blátt ljós. Hermanninn grunar nornina um græsku og þykist ekki finna ljósið en heldur því fyrir sjálfan sig. Bláa ljósið reynist mikill happafengur fyrir hermanninn sem sér sér leik á borði og hyggur á hefndir gagnvart grimma konungnum. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
Ævintýri Grimmsbræður

8,99 €*
Download
ePUB
Sagan um rófuna Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Djúpvitri fuglinn Griff Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Fósturdóttir Maríu meyjar Grimmsbræður

1,99 €*