Brellni drengurinn

Lítill hrakinn drengur guðar á glugga hjá gömlu góðhjörtuðu skáldi. Það bjargar honum inn úr óveðrinu, gefur honum mat og drykk sem hressir hann við. En drengurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Hann kveðst heita Amor og launar skáldinu greiðann á fremur kaldranalegan hátt. Seinna kemur í ljós að hann hefur sitt hvað fleira á samviskunni, og skáldið varar unga lesendur við samneyti við þennan óprúttna pilt. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-

H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. 'Brellni drengurinn' er nokkurskonar táknsaga, þar sem aðalpersónan hittir fyrir ástarguðinn Amor, sem borinn er í goðsöguheimi Rómverja. Hér sækir Andersen í form viðvörunarsögunnar og ræður ungu fólki frá samneyti við ástina, sem grípi þó flesta á lífsleiðinni, með misalvarlegum afleiðingum. Sjálfur var Andersen ógiftur alla tíð, en hefur þó eflaust ekki gengið gegnum lífið ósnortinn af örvum Amors. Það má því velta fyrir sér hvort viðvörunarboðskapur skáldsins sé ekki sprottinn af hans eigin skinni.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
The Little Mermaid H.C. Andersen

2,56 €*
Download
ePUB
Sögur um sannleikann H.C. Andersen

3,99 €*
Download
ePUB
Contos de Natal H.C. Andersen

4,99 €*
Download
ePUB
A pequena sereia H.C. Andersen

1,99 €*