Gunnlaugs saga ormstungu 

Gunnlaugs saga ormstungu er ein af vinsælustu sögum Íslendingasagnanna. Hún er einnig frekar dæmigerð og einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt. Í henni má finna hina hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggju, kveðandi skáld, ástarævintýri og bændasyni sem fljúgast á. Helstu persónur sögunnar eru Gunnlaugur ormstunga, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra, barnabarn Egils Skalla-Grímssonar. Vart þarf að taka fram að mennirnir tveir keppast um hylli þessarar fögru konu. Höfundur gefur karlmönnunum þó töluvert meira rými í sögunni en Helga sjálf verður meira eins og aukapersóna. Verkið er ómissandi partur af Íslendingasögunum en það er stutt og heldur auðlesið.-

Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
Heiðarvíga saga  Óþekktur

3,99 €*
Download
ePUB
Víga-Glúms saga  Óþekktur

3,99 €*
Download
ePUB
Valla-Ljóts saga  Óþekktur

3,99 €*
Download
ePUB
Þorsteins saga hvíta  Óþekktur

3,99 €*