Hans hugprúði

Hans hugprúði er einungis lítið barn þegar honum og móður hans er rænt af tveimur ræningjum og þau flutt í helli langt frá mannabyggð. Þarna máttu þau dúsa í mörg ár eða allt þar til Hans hugprúði krafðist þess að fá að vita hver faðir hans væri. Nú voru góð ráð dýr því móðir hans þóttist þess fullviss um að ræningjarnir myndu aldrei sleppa honum. Hans neitaði þó að gefast upp og með þrautseigju tókst honum og móður hans að komast undan ræningjunum. Sögunni lýkur þó ekki hér því eftir skamma dvöl í heimahögum heldur Hans hugprúði út í heim með ekkert nema barefli að vopni og lendir ítrekað í ótrúlegum aðstæðum sem krefjast hugrekkis og kænsku. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
Ævintýri Grimmsbræður

8,99 €*
Download
ePUB
Sagan um rófuna Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Djúpvitri fuglinn Griff Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Fósturdóttir Maríu meyjar Grimmsbræður

1,99 €*