Hans járnserkur

Þegar veiðimenn konungs hverfa einn af öðrum inni í skógarlendi konungsins kemur erlendur veiðimaður konungi til bjargar og býðst til að fara inn í hinn illræmda skóg og komast að því hvað valdi brotthvarfi mannana. Finnur hann þá villimann sem talinn var hafa herjað á íbúa konungsríkisins og færir til hallarinnar. Konungur lætur læsa villimanninn í járnbúri og hótar hverjum þeim sem opnar búrið lífláti. Þegar sonur konungsins opnar búrið fyrir slysni tekst villimanninum að sleppa og hrifsar konungssoninn með sér. Villimaðurinn var þó ekki eins villimannlegur og hann leit út fyrir að vera og reynist unga konungssyninum mikilvægur bandamaður þegar á reynir. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
Ævintýri Grimmsbræður

8,99 €*
Download
ePUB
Sagan um rófuna Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Djúpvitri fuglinn Griff Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Fósturdóttir Maríu meyjar Grimmsbræður

1,99 €*