Hvað gerist þegar fríið breytist í martröð og morðingi lætur ekkert stöðva sig - ekki einu sinni landamæri? Rannsóknarlögreglumaðurinn Jacob Kanon einsetur sér að komast að því. Á ferðalagi í Róm er ungt bandarískt par myrt. En þau eru ekki þau einu - ung pör finnast myrt í fleiri borgum Evrópu og öll eiga morðin það sameiginlegt að dagblöðum á staðnum eru send póstkort áður en morðin eru framin. Jacob Kanon er rannsóknarlögreglumaður í New York og faðir eins fórnarlambsins. Hann er staðráðinn í að ráða gátuna og koma höndum yfir morðingja dóttur sinnar, en allt kemur fyrir ekki. Þegar sænska blaðakonan Dessie Larsson fær enn eitt póstkortið sem virðist spá fyrir um morð, í Stokkhólmi í þetta sinn, taka þau höndum saman og komast fljótt á slóðir morðingjans. Þegar bókin kom út fór hún beint á topp sænska metsölubókalistans. Hún tróndi einnig á toppnum á metsölulista New York Times, sem er aðeins í annað sinn sem verk sænsks höfundar lendir þar.

James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Liza Marklund (1962) er sænskur metsölubókahöfundur. Hún er þekktust fyrir bækur sínar um rannsóknarblaðakonuna Anniku Bengtzon, en sjálf hefur Liza starfað sem rannsóknarblaðakona.