Skógarhúsið

Í ævintýrinu um Skógarhúsið segir frá þremur systrum sem villast af leið inni í skóginum. Þær fá gistingu og mat hjá gömlum manni sem býr í litlu skógarhúsi gegn því að sinna húsverkum og fóðra dýrin. Það fór þó ekki eins vel fyrir eldri systrunum tveimur og þeirri yngstu, því einungis sú yngsta fór í einu og öllu eftir fyrirmælum gamla mannsins og uppskar ríkulega. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Weitere Produkte vom selben Autor

Download
ePUB
Ævintýri Grimmsbræður

8,99 €*
Download
ePUB
Sagan um rófuna Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Djúpvitri fuglinn Griff Grimmsbræður

1,99 €*
Download
ePUB
Fósturdóttir Maríu meyjar Grimmsbræður

1,99 €*